Tenglar með táknmyndum

Tenglar með táknmyndum er nokkuð algengur á vefjum, en hvernig stilli ég þá rétt?

Hvað eru tenglar með táknmyndum?

Tenglar með táknmyndum eru flýtileiðir á helstu og mest heimsóttu síðurnar.

Algengast er að tenglarnir séu ofanlega á forsíðu og þó uppröðun og staðsetning geti verið mismunandi skilgreinast þeir alltaf af íkoni (táknmynd), texta og svo er bakvið þá hlekkur.

Hvaða síður á ég að vísa á með tenglunum?

Algengast er að vísa á síður sem eru mikið sóttar, ef þig vantar upplýsingar um hvaða síður er gagnlegt að skoða 'Upplýsingar um heimsóknir gegnum AWStats'. Stundum er líka vísað á vefi 3ja aðila fyrir gagnlegar upplýsingar sem tengjast notendum á þínum vef (dæmi um slíkt eru kortasjá og Mínar síður).

Hvernig vel ég icon (merki)?

Tenglar með táknmyndum kemur með innbygðum stuðningi við útgáfu 5 af FontAwesome icon pakkanum.

Hægt er að skoða táknin sem eru í boði hér: https://fontawesome.com/v5/search?o=r&m=free

Þegar þú ert búinn að velja þér icon þá þarf að afrita græna textann líkt og má sjá á myndinni hér að neðan.

 

Group 9

FontAwesome tengt inn í kubbinn

Til að komast í kubbinn er farið undir Fleiri einingar -> Kubbar, þar ættir þú að finna kubb með nafninu 'Tenglar með táknymndum'. Þegar breytt er þeim mynd er hægt að sjá reitinn Táknmynd þar er sett inn græna textan sem var afritaður til að fá icon-ið til að birtast.

Hvernig tengi ég hlekkina?

Ef síðan sem verið er að vísa á er á vefnum sjálfum þarf að fara inn á síðuna sjálfa fyrst og afrita hlekkinn frá og með fyrsta skástrikinu (/) líkt og má sjá á myndinni hér að neðan.

Ef verið er að vísa á vef 3ja aðila þarf að afrita allan hlekkinn, góð þumalputtaregla er að haka líka í boxið 'Opna í nýjum glugga' þegar verið er að vísa notenda útaf vefnum (á annan vef).

Screenshot 2024-07-25 at 15.45.06