1. Leiðbeiningar og aðstoð
  2. Greiningartól fyrir vefinn

Upplýsingar um heimsóknir gegnum AWStats

Með AWStats er hægt að skoða heimsóknir á vefinn, hvaðan heimsóknir koma og lengd heimsókna svo dæmi sé tekið.

Hvað er AWStats?

Allir vefir í Moya eru frá upphafi tengdir við AWstats sem er ókeypis tölfræði fyrir vefumferð.

Athuga skal að verið er að telja heimsóknir af vefþjónum. 

Til að fá meiri sýn á netumferð, sjá umferð í rauntíma, setja upp markmið og sérsníða skýrslur. Mælum við með að vefstjórar setji upp og tengi Google Analytics við vefina sína.
Hér má finna leiðbeiningar hvernig hægt er að setja upp Google Analytics.

Hvernig nálgast ég AWStats?

  • Slegið er inn /awstats fyrir aftan lén vefs (eins og: daemi.is/awstats). 
  • Þetta svæði er læst og fær tengiliður ykkar hjá Stefnu aðgangsupplýsingarnar þegar óskað er eftir því. 

Lesa og vinna úr gögnum frá AWStats

  • Efsta skýrslan sem birtist er Summary-skýrsla fyrir mánuð. Þar er hægt að skoða heimsóknir á mánuði (mynd 1) eða velja Year til að sjá heilt ár.
    • Unique visitors: Fjöldi notenda. Hér reynir kerfið að áætla fjölda notenda út frá IP-tölum. Þessi talning er ekki nákvæm.
    • Number of visits: Fjöldi heimsókna óháð notanda. Hér reynir kerfið að áætla fjölda heimsókna út frá fyrirfram skilgreindum forsendum. Þessi talning er ekki nákvæm.
    • Pages: Allar flettingar á vefnum yfir tímabilið. Nákvæm talning.
    • Hits: Allar fyrirspurnir á vefþjóninn, þ.e.a.s. líka á myndir. Þessi talning hefur því ekkert vægi og ætti að hunsa hana (þetta er kerfisbundin talning).
    • Bandwidth: Hvað er sótt mikið af gagnamagni frá vefnum til allra notenda (allar myndir og síður).

Mynd 1

  • Í Days of week er hægt að skoða umferð á vef eftir dögum vikunnar.
  • Í Hours er hægt hægt að skoða umferð á vef eftir tíma dags. 
  • Þessar upplýsingar geta verið hjálplegar þegar verið er að kynna og selja vöru eða þjónustu til að sjá hvenær líklegast er að ná til viðskiptavina. 

Mynd 2

  • Í Countries (Top 10) er hægt að sjá lista yfir frá hvaða löndum heimsóknir á vefinn eru að koma. Athugið að VPN-þjónusta og röng skráning IP-talna hefur hér áhrif og skekkir tölurnar.

Mynd 3

  • Hægt er að sjá upplýsingar um hvað heimsókn á vef er venjulega löng í Visits duration. Þessi talning er áætluð út frá fyrirframgefnum forsendum kerfisins.
  • Helstu skjöl sem hlaðið er niður Downloads (Top 10)
  • Slóðir á mest heimsóttu síður innan vefsins Pages-URL (Top 10). Ath. hægt er að smella á að skoða allan listann (Full list). Þessi listi er mjög gagnlegur til að sjá hvað notendur skoða helst. Athugið að inni í listanum eru stundum línur sem eru ekki vefsíður.

Mynd 4
Screenshot 2024-03-08 at 14-41-06-png

  • Úr hvaða stýrikerfi er notandi að koma úr sem er að heimsækja vefinn Operating Systems (Top 10). Hér birtast því miður ekki farsímanotendur en hægt er leiða líkur að því að stór hluti unknown séu að skoða vef úr farsíma en Google Analytics gefur nákvæmari upplýsingar um slíkt (mynd 5).

Mynd 5

404 villur á vefnum


Einn mikilvægast kostur AWStats er að skoða samantekt af 404 Not Found villum, Error Hits (404).  Þessar villur eiga sér stað þegar notandi skrifar inn eða er vísaður á slóð sem er ekki til.

Við skrifuðum sér leiðbeiningar grein um 404 villur og hvernig má lagfæra þær. Þá grein má finna hér.