Skip to content
  • There are no suggestions because the search field is empty.

Myndum þjappað handvirkt með squoosh

Með viðeigandi þjöppun getur þú létt notendum þínum lífið.

Ertu að hlaða inn mynd sem er mjög stór? Myndir á vefjum ættu alla jafna að vera

  • Undir 1 MB (yfirleitt ekki nema nokkrir tugir KB eða í mesta lagi nokkur hundruð)
  • Undir 1000 pixlum að breidd, algeng upplausn á skjáum í dag eru yfirleitt 1440, 1920 eða fyrir 4K: 3840. Sjaldgæft er að notendur með mikla upplausn ætlist til að sjá myndir fylla upp í skjáinn.

Minnkaðu myndina þína í viðeigandi breidd:

  • 1000 pixlar ef hún á að fylla upp í fulla breidd meginmáls (eða mjórri).
  • 480 / 540 / 580 pixlar ef hún er hliðruð í meginmálinu (veldu eina stærð og hafðu samræmi á öllum vefnum)
  • Smærri eða stærri ef þér finnst það henta efninu.

Þjappaðu með Squoosh

Notaðu Squoosh vef-appið (frítt) til að þjappa myndinni áður en henni er hlaðið inn í vefkerfið:

  • Hægt er að velja snið myndar, alla jafna skal notast við JPEG, PNG á við í einstaka tilvikum (íkon/flæðirit/grafískar myndir).
  • Hægt er að velja styrk þjöppunar, prófið ykkur áfram en alla jafna er 75 góður millivegur, því meira sem myndin er þjöppuð því óskýrari getur hún orðið.
  • Hægt er að draga stikuna í miðjunni til, til að sjá áhrif þjöppunar, upprunalega myndin er vinstra megin.
  • Hægt er að velja "Resize" ef breyta á upplausn út frá breidd eða hæð.
  • Vistið myndina niður og veljið þá útgáfu til að hlaða inn á vefinn.

Algeng þjöppun á JPEG myndum er 50-90%. Sjá dæmi hér af mynd sem var 730 KB en fer niður í 77 KB án sjáanlegrar breytingar: