Skip to content
  • There are no suggestions because the search field is empty.

Búa til og breyta fréttum

Hvernig býrð þú til og vinnur með fréttir

Til að búa til nýja frétt:

  1. Smelltu á Blog í hliðarvalmyndinni.
  2. Smelltu á New Post.
  3. Gefðu fréttinni titil og veldu höfund.
  4. Til að bæta við aðalmynd skaltu smella á Image og veldu mynd.
  5. Smelltu á Start.

SEO upplýsingar er sjálfkrafa búið til fyrir hverja ný birta færslu. Hægt er að aðlaga þær frekar, sjá leiðbeiningar: SEO Stillingar frétta.

 

Vinna og birta frétt:

Í hliðarvalmyndinni er hægt að draga inn widgets til að setja í fréttina eða hægt að breyta efninu í sjálfgefnu widget-unum.

Þegar efnið fréttarinnar er klárt er hægt að vista fréttina sem drög með að smella á Done eða birta hana strax með að ýta beint á Publish. Einnig er hægt að stilla birtingu frétta fram í tímann, meira um það neðar.

 

Breyta frétt:

  1. Smelltu á Blog í hliðarvalmyndinni og smelltu síðan á Manage Posts.
  2. Við hliðina á færslunni sem þú vilt breyta smellirðu á Breyta táknið (blýanturinn).
  3. Ef breyta á titil, rithöfundi eða aðal mynd. Þarf að fara í stillingu fréttar.

 

Stillingar frétta:

Til að breyta stillingum fréttar smellir þú á Stillinga táknið (tannhjólið). Stillingar á fréttum innihalda birtingar stöðu færslu, upplýsingar um færslu og SEO upplýsingar.

Birtingar staða (Post Status):

  • Hægra meginn við titilinn má sjá birtingar stöðu fréttarinnar. Hér kemur einnig fram ef þarf að Republish-a fréttinni til að breytingar verða virkar á vefnum.
  • Hægt er að breyta slóðinni á fréttinni. Gott er að hafa í huga að setja endurvísun ef fréttin er nú þegar í loftinu.
  • Hér er hægt að breyta publish date, ef t.d. er verið að færa inn fréttir frá öðrum vefum til að tryggja að dagsetningin sé rétt.
  • Á fréttum sem eru í loftinu er hægt að taka þær úr birtingu og breyta þeim aftur í drög með Unpublish takkanum eða birta breytingar með Republish takkanum.
  • Fyrir fréttir sem eru drög er hægt að stilla birtingar tíma fram í tíman með að smella á Schedule post og velja dagsetningu og tíma dags sem fréttin á að birtast á.

Upplýsingar fréttar (Post Details):

Hér er hægt að breyta titil, rithöfundi eða aðal mynd fréttar.

Eyða og taka fréttir úr birtingu:

Til að eyða frétt er hægt að ýta á ruslar táknið en oftar er mælt með að taka fréttir úr birtingu og vista aftur sem drög, það er gert með Unpublish takkanum.