Ef breyta á síðu/síðuefni sem hvergi er sýnilegt á vefnum er farið inn í yfirlit með því að velja það í stikunni
Í yfirliti síðna/síðuefnis birtist allt síðuefni, óháð því hvort það er tengt inn í veftré, í kubbum eða hvergi sýnilegt.
Þar er hægt að raða eftir titli, höfundi eða hvenær efnið var síðast uppfært. Þannig er t.d. hægt að finna það efni sem ekki hefur verið uppfært lengi og yfirfara texta sem er hugsanlega úreltur. Síður sem ekki eru í veftrénu eru með „moya/page“ í slóðarheitinu.