1. Leiðbeiningar og aðstoð
  2. Eyðublaðasmiður í Moya

Yfirlit eyðublaða og skoða innsend svör

Í yfirliti eyðublaðanna má sjá hvort eitthvað hefur verið sent inn og skoða sjálfar ábendingarnar eða fyrirspurnirnar eftir því sem við á.

Nýjar skráningar, sem ekki hafa verið opnaðar af vefstjóranum, eru merktar sérstaklega, hér með rauðum hlekk.

Sækja má innsend svör á Excel sniði og vinna með í töflureikni utan við Moya.

Mikilvægt er að huga að því með reglubundnum hætti að eyða út gögnum sem eru persónugreinanleg, þau ættu ekki að safnast upp að óþörfu í vefumsjónarkerfinu.

Yfirlit eyðublaða og skoða innsend svör