Grunnverð vöru er alltaf skráð á vöruna sjálfa, inni í „Breyta vöru“. Afsláttarverð er reiknað út frá grunnverði.
Hægt er að rita inn hvort sem er verð án eða með skatti og breytist hin upphæðin út frá skattareglu sem tengd er vörunni (t.d. 24% VSK).
Skrá má eitt eða fleiri afsláttarverð, til dæmis með ólíkan gildistíma eða tengt hópi viðskiptavina. Til að bæta við slíkum afsláttarkjörum eða tilboði er farið inn í "Verð" og bætt inn nýju verði og tengt við skilyrði sem þarf að uppfylla svo verðið gildi.