Vafrakökur: (Vafrakökur Yfirlýsing)

Ef notaðar eru viðbætur sem nýta vafrakökur t.d. Google Analytics, SiteImprove, samfélagsmiðla deilingar, o.fl. þarf að upplýsa um og fá samþykki fyrir slíkri notkun samkvæmt persónuverndarlögum.

Hægt er að lesa ítarlega um vafrakökur á allaboutcookies.org


Við mælum einnig með að útbúin sé persónuverndarstefna fyrir vefsíðuna.


Vefumsjónarkerfið Moya gerir auðvelt að tilkynna vafrakökur fyrir notendum.


Ef þörf er á aðstoð og/eða ráðgjöf varðandi uppsetningu á vafraköku yfirlýsingu er hægt að hafa samband við hjalp@stefna.is


Til að setja upp vafrakökuborða þarf að fylgja þessum skrefum:

  1. Greining á vafrakökum á vefnum þínum
  2. Uppsetning á vafrakökustefnu
  3. Virkja vafrakökuborða og vísa þaðan í vafrakökustefnu.


1.

Fyrsta skrefið er að skoða hvers konar kökur vefurinn þinn notar til að geta upplýst gesti vefsins. Hægt er að komast að því hvaða kökur vefurinn notar með tólum sem hægt er að finna á netinu (t.d. cookieserve.com) eða hafa samband við hjalp@stefna.is fyrir frekari ráðgjöf og aðstoð.


2.

Næst þarf að útbúa síðu með vafrakökustefnu. Á síðunni þarf að fjalla um hvað vafrakökur eru (grunnskilning á vafrakökum) og hvernig þær eru notaðar á þínum vef.


Það sem stefnan á að innihalda er: hvaða kökur eru nauðsynlegar, hverjar ekki, hver er tilgangur þeirra, hverjir búa til kökurnar og hvernig má hætta notkun þeirra. Einnig gæti verið gott að taka fram hversu lengi kökurnar eru geymdar í tækjum notenda (tæknilegur gildistími).


Til að skýra notkun á kökum getur verið gott að setja upp töflu eða skrifa um hvert utanaðkomandi tól og þeirra kökur.


Á vefsíðu okkar, stefna.is, var ákveðið að lista upp allar kökur, tilgang og uppruna þeirra. Hér má skoða notkun á vafrakökum. Hægt er að nýta þetta sem grunn að ykkar vafrakökustefnu og breyta eftir þörfum.


Þessa síðu þarf svo að setja í veftréið. Hægt er að velja að síðan sé ekki sýnileg svo hún birtist ekki í hefðbundnu leiðakerfi.


3.

Vafrakökuborðinn er síðan virkjaður undir stillingum í vefumsjónarkerfinu, en á hann þarf að setja texta með nánari upplýsingar um vafrakökustefnu.


Group146


Hér eru dæmi um texta sem er á vafrakökuborðanum á stefna.is:

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að tryggja sem besta upplifun af síðunni fyrir notendur. Kökurnar má flokka í fernt; nauðsynlegar, frammistöðu- og virkniauðgandi, tölfræðilegar, markaðssetning.


Fyrir neðan texta reitinn í stillingunum er svo yfirlit yfir veftréið. Þar finnur þú vafrakökustefnu síðuna og tengir hana við svo hún birtist á borðanum.