Skip to content
  • There are no suggestions because the search field is empty.

Síðu stjórnun

Hvernig endurraðaru, stjórnar og býrð til nýjar síður.

Bæta við síðum

Til að bæta nýjum síðum við síðuna þína:
  1. Smelltu á "Pages" í hliðarvalmynd.
  2. Smelltu á "+ Add Page" til að bæta við síðu.
  3. Oft getur einnig reynst betur að afrita núverandi síðu og uppfæra efnið til að halda sama útliti. Það er gert með að smella á þrjá punktana (img-9ca71379cdaa8ea22d59a734ff5575f3) við hliðina á síðunni sem þú vilt afrita og smella á "Duplicate"

 

Endurraða síðum

Til að endurraða síðum sem birtast á síðunni þinni:
  1. Smelltu á "Pages" í hliðarvalmynd.
  2. Smelltu og dragðu síðu til að færa hana þangað sem þú vilt að hún birtist í röðinni
  3. Til að síða verði undirsíða, dragðu sá síðu örlítið til hægri til að fella hana inn sem undirsíða af síðunni fyrir ofan. Hægt er að vera með allt að þrjú stig.
  4. Hægt er að nota "Navigation Folder" til að fá undirsíður án þess að vera með yfirsíðu.

 

Eyða síðu

Til að eyða síðu:

  1. Smelltu á "Pages" í hliðarvalmynd.
  2. Smelltu á þrjá punktana (img-9ca71379cdaa8ea22d59a734ff5575f3) við hliðina á síðunni sem þú vilt eyða.
  3. Veldu "Delete".

 

Endurskýra síðu

Til að endurskýra síðu:

  1. Smelltu á "Pages" í hliðarvalmynd.
  2. Smelltu á þrjá punktana (img-9ca71379cdaa8ea22d59a734ff5575f3) við hliðina á síðunni sem þú vilt endurskýra.
  3. Veldu "Rename".
  4. Oft þarf að uppfæra slóðarheiti þegar endurskýrt er síðu.

 

Breyta slóðarheiti

Til að breyta slóðarheiti síðu:

  1. Smelltu á "Pages" í hliðarvalmynd.
  2. Smelltu á þrjá punktana (img-9ca71379cdaa8ea22d59a734ff5575f3) við hliðina á síðunni sem þú vilt endurskýra.
  3. Veldu "Page URL".
  4. Best er að venja sig á að stofna endurvísun þegar slóðarheiti er breytt svo eldri hlekkir og leitarniðurstöður vísi á réttan stað. Hægt er að lesa meira um það hér.