Persónuverndarstefna

Í Evrópu er skylt að upplýsa notendur um þær persónuuplýsingar sem unnið er með og fá samþykki fyrir þeirri vinnslu sé hún ekki nauðsynleg.

Því mælum við með að búa til síðu fyrir persónuverndarstefnu vefsíðunar ykkar.

Það sem þarf að koma fram á slíkri síðu er hverju er safnað, af hverju, hvert það er áframsent og upplýsingar tengiliðs hafi notendur athugasemdir.

Stefna safnar sjálf engu nema nauðsynlegum upplýsingum til að tryggja öryggi og fyrir bilanagreiningu.

Vefsíður í vefumsjónarkerfi Stefnu nota einungis þjónustu frá eftirtöldum aðilum fyrir nauðsynlega virkni vefsíðna:

  • Amazon AWS cloud hosting - vefhýsing (Privacy Shield vottað).
  • Bugsnag - Villumeðhöndlun (Privacy Shield vottað).
  • New Relic - eftirlit með álagi og umferð vefþjóna (Privacy Shield vottað).

Séu notuð fleiri utanaðkomandi tól t.d. Google Analytics, SiteImprove eða Facebook tracking skal einnig tilgreina þau og virkja vafrakökuborða ef við á. Lesa má nánar um gerð vafrakökuborða hér

Sem dæmi um persónuverndarstefnu má skoða og nýta persónuverndarstefnu af stefna.is.