Það er einfalt að hlaða upp nýjum myndum. Músin færð yfir myndasafn í stjórnstikunni og þar er smellt á “Ný mynd”.
Þegar smellt er á "Ný mynd" geta myndirnar farið inn í myndaalbúm sem þegar er til í kerfinu.
Ef búa á til nýtt albúm er einfaldlega valinn hlekkurinn fyrir neðan; „Nýtt albúm“.
Fyrir nýtt albúm er valið nafn og hægt að stilla til dæmis fjölda mynda á hverri síðu í yfirlitinu, skrifa lýsingu og hér má líka velja hvaða myndasafni albúmið tilheyrir.