1. Leiðbeiningar og aðstoð
  2. Eyðublaðasmiður í Moya

Nýtt eyðublað búið til og reitum bætt við

Nýju eyðublaði er gefið nafn þá birtast efst til hægri valmöguleikar eyðublaðsins.

Þegar smellt er á hnappinn „Valmöguleikar“ opnast þar flokkar reita og hægt að bæta við reitum og skýringum á eyðublaðið.

Nýtt eyðublað búið til

Textareitum og fellilistum bætt við

Textareitir eru fyrir innsetningu á stuttum texta eins og nafni, kennitölu og netfangi.

Fellilistar, einnig nefndir gardínur, birta marga valmöguleika í lista sem einn er valinn úr eins og litur, póstnúmer eða land.

Textareitum og fellilistum bætt við

Eigindum reits breytt

Þegar reitir eru dregnir inn á eyðublaðið koma tveir möguleikar, annars vegar að breyta eigindum reitsins eða eyða honum út.

Hægt er að færa reitinn til í eyðublaðinu með því að smella og draga hann til. Þannig er honum gefið nafn og valkostirnir, ef einhverjir eru, stilltir. Til dæmis gulur, rauður, grænn og blár. Já eða nei. Og svo framvegis.

Eigindum reits breytt

Textasvæði eða merkireit bætt við

Textasvæði er til að rita inn lengri texta eins og ábendingu eða fyrirspurn.

Merkireitir eru fjölval eða einval, (checkbox eða radio buttons). Notað svo notandinn geti merkt við mörg atriði í listanum (checkbox) eða eitt úr listanum (radio buttons).

Textasvæði eða merkireit bætt við

Ýmsir aðrir möguleikar

Undir ýmislegt eru nokkrar tegundir reita, dagsetning, bæta skjali sem viðhengi, skrá á póstlista í kerfinu, skrifa frjálsan texta fyrir ofan eða á milli reita og skilgreina skil á milli safnreita sem myndar eins konar millifyrirsögn.

Setja má inn vörn gegn ruslpósti, en nýjasta útgáfa hennar, reCaptcha, kemur úr smiðju Google.

Ýmsir aðrir möguleikar