Nýrri frétt bætt við

Það tekur ekki nema nokkrar sekúndur að bæta við frétt. Þegar músin er færð yfir “Fréttir” í stikunni efst birtist hlekkur til að bæta við frétt.

Þegar fyrirsögn og inngangur er ritaður er gott að hafa í huga hversu mikið pláss er á forsíðu fyrir hvort tveggja. Í sumum tilvikum eru langir titlar ekki leyfðir, heldur klippist af þeim. Gott er að hafa titilinn hnitmiðaðan og stuttan og innganginn lýsandi.

Í meginmáli fréttarinnar eru auðvitað engin lengdartakmörk og hægt er að rita textann beint inn í ritilinn eða líma úr öðrum ritli.

Nýrri frétt bætt við