Með viðeigandi þjöppun getur þú létt notendum þínum lífið.
Ertu að hlaða inn mynd sem er mjög stór? Myndir á vefjum ættu alla jafna að vera
- Undir 1 MB (yfirleitt ekki nema nokkrir tugir KB eða í mesta lagi nokkur hundruð)
- Undir 1000 pixlum að breidd, algeng upplausn á skjáum í dag eru yfirleitt 1440, 1920 eða fyrir 4K: 3840. Sjaldgæft er að notendur með mikla upplausn ætlist til að sjá myndir fylla upp í skjáinn.
Minnkaðu myndina þína í viðeigandi breidd:
- 1000 pixlar ef hún á að fylla upp í fulla breidd meginmáls (eða mjórri).
- 480 / 540 / 580 pixlar ef hún er hliðruð í meginmálinu (veldu eina stærð og hafðu samræmi á öllum vefnum)
- Smærri eða stærri ef þér finnst það henta efninu.
Þjappaðu með Squoosh
Notaðu Squoosh vef-appið (frítt) til að þjappa myndinni áður en henni er hlaðið inn í vefkerfið:
- Hægt er að velja snið myndar, alla jafna skal notast við JPEG, PNG á við í einstaka tilvikum (íkon/flæðirit/grafískar myndir).
- Hægt er að velja styrk þjöppunar, prófið ykkur áfram en alla jafna er 75 góður millivegur, því meira sem myndin er þjöppuð því óskýrari getur hún orðið.
- Hægt er að draga stikuna í miðjunni til, til að sjá áhrif þjöppunar, upprunalega myndin er vinstra megin.
- Hægt er að velja "Resize" ef breyta á upplausn út frá breidd eða hæð.
- Vistið myndina niður og veljið þá útgáfu til að hlaða inn á vefinn.
Algeng þjöppun á JPEG myndum er 50-90%. Sjá dæmi hér af mynd sem var 730 KB en fer niður í 77 KB án sjáanlegrar breytingar: