1. Leiðbeiningar og aðstoð
  2. Unnið með myndir í Moya

Myndir í myndasafni tilheyra albúmi

Það er fljótlegt og þægilegt að hlaða inn mörgum myndum í myndasafnið.

Skipulag er þannig að hvert myndasafn inniheldur eitt eða fleiri albúm. Myndasafni má svo bæta inn í veftré, og birtast þá öll albúmin á þeirri síðu (eitt eða fleiri).

Hægt er að tengja eitt stakt albúm við frétt.

Myndaalbúm er ekki sýnilegt út á vefinn fyrr en það er sett í safn sem er í veftré eða tengt við frétt.

Kerfið sér um að vísa rétt í stærðir og nöfn mynda, skipulagi albúma og safna má breyta eftirá án þess að hætta sé á að eitthvað fari úr skorðum.