Hver auglýsing (yfirleitt borði/banner) hefur eina aðalmynd sem er tengd við auglýsinguna (á sama hátt og frétt/viðburður).
Myndin er sett inn við „Skrá“ í stillingum auglýsingar og er hún þá sniðin í rétta stærð miðað við skilgreinda stærð auglýsingasvæðisins sem halað er upp í. Stærðina má í pixlum við nafn svæðisins sem valið er úr fellilistanum og er gott að forvinna myndina í þá stærð. Hægt er að velja „Ekki breyta stærðum mynda“ sé þess óskað að myndin sé ekki sniðin til, en það getur haft í för með sér að útlitið fari í hönk.
Mynd sem tengd er auglýsingu fer ekki sjálfkrafa í skráasafn eða myndasafn.