Myndasafn, sem inniheldur eitt eða fleiri albúm, er svo tengt inn í veftréð svo albúm þess verði sýnileg notendum.
Stök myndaalbúm er líka hægt að tengja við annað efni, til dæmis tiltekna frétt eða viðburð.
Hér sést hvernig myndasafni, með einu eða fleiri albúmum, er tengt inn í veftréð:
Stakt albúm tengt í veftré
Stundum er óþarfi að hafa myndasafnið sem albúmið tilheyrir sýnilegt og þá getur verið gagnlegt að setja albúmið sjálft í veftréð (milliliðalaust).
Til að bæta stöku albúmi þarft að fylgja eftirtöldum skrefum:
- Opna "Myndasafn".
- Opna þar "Yfirlit albúma".
- Velja "Breyta albúmi" við albúmið sem á að bæta í veftréð.
- Afrita gildið í "Slóðarheiti".
- Næst er þetta slóðarheiti notað til að tengja albúmið inn í veftréð:
- Farið er í "Veftré".
- Þar er valið "Bæta í veftré" (Bæta við tengli)
- Valinn er titill, valið "Myndasafn" og viðeigandi albúm.
- Næst er valinn staður í veftrénu (undir hvaða síðu á albúmið að birtast?)
- Næst er farið í "Stillingar" flipann.
- Þar er slóðarheitið sem var afritað í fyrra skrefi ritað í "Stillibreytur".
- Nú má "Vista" og skoða hvort albúmið er sýnilegt í leiðakerfinu.