Mynd afrituð í skráarkerfinu og minnkuð

Ef minnka á mynd er ágætt að hafa í huga að gott getur verið að eiga afrit af myndinni í upprunalegri stærð.

Ef þú átt afrit af henni í tölvunni þinni eða annars staðar skiptir þetta minna máli.

Afrita fyrst, minnka svo

Ný stærð myndar

Þegar myndastærð er breytt er hægt að velja breidd og hæð í pixlum, en gott er að búa sér til reglu um hvaða breidd hentar á undirsíðu, svo útlit á síðum sé samræmt eins og kostur er.

Einnig er þægileg vinnuregla að láta nafn myndarinnar vera breiddina, t.d. nordurljos-450.jpg, þá getur ritstjóri strax séð hvaða stærð hentar ef myndin er notuð aftur.

Myndin er alltaf smækkuð í réttum hlutföllum, ekki er mælt með því að stækka myndina með þessum hætti.

Ný stærð myndar