1. Leiðbeiningar og aðstoð
  2. Unnið með myndir í Moya

Logo fyrir vef

Þegar logo er sett á vef þarf að vinna það í nokkrum stærðum til að tryggja að það birtist í réttum hlutföllum og á viðeigandi tækjum.

Logo á vef þarf að útbúa í nokkrum hlutföllum og sniðum:

SVG snið

SVG útgáfa er algengust í aðal-logo á vefnum, sem er í haus og fæti síðunnar. Til að útbúa SVG snið þarf skráin að vera á vector-sniði, þ.e.a.s. ekki pixluð. Dæmi um vector snið er til dæmis AI (Illustrator skjal), EPS eða PDF. Þegar vector snið er ekki í boði er algengast að nota gegnsætt PNG snið fyrir logo.

Deilingarmynd fyrir Facebook

Til að sjálfgefin deilingarmynd sé að njóta sín rétt á Facebook (OpenGraph sharing) er útbúin mynd (oft notuð blanda af ljósmynd og logo) í landscape hlutföllum. Breidd 1200 pixlar og hæð 630 pixlar er heppileg stærð þegar þetta er ritað (júní 2022).

ℹ️ Sjá einnig upplýsingar frá Facebook.

Favicon smátákn

Þegar þetta er ritað (júní 2022) er algengast að útbúa þrjár útgáfur af favicon táknmyndinni. Fyrsta útgáfan er gegnsæ (transparent), önnur er á hvítum grunni og hin er á dökkum grunni (invert). Seinni tvær útgáfurnar eru í kassa (hlutföll 1:1).

Favicon táknmyndin er birt í flipa vafrans (browser tab) og víðar.