1. Leiðbeiningar og aðstoð
  2. Veftré, leiðakerfi og leitarvélar (SEO)

Hvernig virkar leitarvélin í Moya?

Hvernig getur notandinn þrengt leit og hvernig get ég bætt atriðum inn í leitarvélina.

Við erum að notast við Apache Solr leitarvélina á vefum okkar. Leitarvélin uppfærist sjálfkrafa þannig að ekki þarf að aðhafast neitt þegar nýju efni er bætt á vefinn.
Notendur leitarvélarinnar geta notað almenn leitarskilyrði og birtast niðurstöður eftir ákveðnu útreiknuðu vægi. T.d. hversu oft er orðið notað, hvar í veftré er síðan, hversu gamalt er efnið osfr. 
Ef leitað er eftir mörgum orðum þá gildir það eins og að setja OR á milli orðanna. Þannig að leitarvélin birtir niðurstöður sem innihalda eitthvað af orðunum og ef öll orðin koma fyrir í texta fær ákveðin staðsetning aðeins meira vægi. Það er þó ekki þar með sagt að það komi efst.
Hægt er að þrengja leit með því að notast við skipanir á borð við AND, NOT og OR. Allt í hástöfum.
AND er sett á milli tveggja eða fleiri orða og segir leitarvélinni að leitarniðurstaða verður að innihalda öll orðin.
NOT er sett fyrir framan orðið sem á að útiloka úr leitarniðurstöðu
OR er sett á milli orða þegar það á að finna allar síður sem innihalda eitthvað af orðunum. Ef leitað er eftir mörgum orðum, með bili á milli, þá gildir það eins og að setja OR á milli orðanna. 
Dæmi á vef Kópavogsbæjar. Leitað er að orðinu "Hundahald". Þá fundust 37 atriði, þar af 3 síður, 3 skrár og 31 fundargerð.
Þegar notast er við AND skipunina og skrifað "Hundahald AND fjöleignarhús" þá fækkar leitarniðurstöðum niður í 6. Allt fundargerðir og bæði orðin feitletruð í niðurstöðu.

leitarnidurstodur
 
Ef leitar er eftir "Gámastöðvar". Þá er bara ein niðurstaða. Það væri hægt að skrifa OR og þá t.d. "Gámastöðvar OR sorphirða" og þá fær maður að sjálfsögðu mun fleiri niðurstöður.

Bæta við síðu í leitarniðurstöður.

Tökum ofangreint dæmi þar sem enhver var að leita eftir orðinu "Gámastöðvar" þá er hægt að nota META leitarorð í SEO flipanum í veftrénu.
Við notum META leitarorðin til að upplýsa leitarvélina um hvað á helst að birta ef þetta orð er slegið inn. Kópavogur er t.d. að nota þetta með góðum árangri undir orðinu "Dagmamma" sem er hvergi notað á vefnum sjálfum. Þegar maður leitar að dagmamma þá fær maður þessa síðu https://www.kopavogur.is/is/ibuar/daggaesla-og-skolar/dagforeldrar af því að það er búið að skilgreina í META tags. Þessi aðgerð gefur einnig ákveðnum síðum hærra vægi þegar t.d. margar efnissíður eru að berjast um sama orðið.
META