Hvar sé ég brotna hlekki? 404

Í AWstats greiningartólinu getur þú séð hvaða síður skila 404 Not Found villu.

Fyrsta skrefið er að opna AWstats fyrir vefinn þinn. Það er gert á slóð.is/awstats, semsagt sett /awstats aftan við lénið (.is í flestum tilvikum).

Þetta svæði er læst og fær tengiliður ykkar hjá Stefnu aðgangsupplýsingarnar þegar óskað er eftir því.

Í stikunni vinstra megin er að finna hlekkinn Error Hits (404).

Þegar lesið er úr listanum er gott að hafa eftirfarandi í huga:

  • Mjög margir róbotar (m.a. spam- og veikleikaróbotar) reyna að fara inn á alls konar slóðir sem hafa aldrei verið til og munu ekki verða til. Þetta eru m.a. innskráningarsíður í önnur vefumsjónarkerfi (/wp-login.php) og keyrsluskrár sem eru með þekktum veikleikum annars staðar. Þér er óhætt að hunsa allt slíkt, það krefst engra aðgerða á þínum vef.
  • 404 villur tengt myndum þarf að skoða sérstaklega, því það gefur vísbendingu um að mynd sem hefur einu sinni verið í skráarsafninu hafi verið fjarlægð, en enn sé vísun í hana af síðu, úr frétt eða öðru efni.

Þegar þú finnur slóð sem þarf að laga (svo hún hætti að skila villu) má útbúa endurvísun í veftrénu.