Hugað að hlutföllum fréttamynda

Á flestum síðum eru sömu hlutföll myndanna á forsíðu og fréttasíðu, en í öðrum tilvikum eru myndirnar í hlutföllunum 1:1 til dæmis á forsíðu. Það er ákvörðun sem er tekin í hönnunarferlinu en getur valdið því að myndirnar klippast ankannalega til.

Það er því gott að hafa þetta í huga þegar mynd er valin með frétt, að fréttaritari sé meðvitaður um hvernig myndin klippist til á viðkomandi vef.

Hugað að hlutföllum fréttamynda

Fréttamyndin klippist úr miðju

Á þessum vef hentar til dæmis ekki að setja inn mynd sem er á langsniði (portrait sniði) nema þá að passað sé upp á að ekki klippist til dæmis höfuð af manneskju, sem er afar hvimleitt sjá dæmi um það hér fyrir neðan.

Fréttamyndin klippist úr miðju

Fréttakerfið klippir alltaf úr miðju á myndum, þannig að sá hluti hennar sem er í miðjunni er yfirleitt öruggur hvað klippinguna varðar.

Þegar stök frétt er skoðuð birtist öll myndin í upprunalegum hlutföllum - oftast!