1. Leiðbeiningar og aðstoð
  2. Veftré, leiðakerfi og leitarvélar (SEO)

Hluti vefjarins afvirkjaður

Þegar þú þarft að afvirkja hluta vefjarins, til dæmis allar jólavörurnar eða annað sem er árstíðarbundið þarf að huga að því að sá hluti sé ekki „óvart“ sýnilegur áfram í Google.

Til að taka út hluta vefjarins úr leitarvélum er einfaldast að fylgja eftirfarandi skrefum:

  1. Afvirkja þennan hluta í valmyndinni, nóg er að fara í „efsta hlutann“ þ.e.a.s. yfirflokkinn í valmyndinni, til dæmis „Jólavörur“.
  2. Næsta skref er að sannreyna að viðeigandi hluti sé ekki lengur sýnilegur í valmyndinni, það gerirðu með því að skrá þig út úr Moya og skoða vefinn (eða skoða hann í öðrum vafra/annarri tölvu).
  3. Þriðja skrefið er að opna veftréð, finna viðeigandi tengil sem var afvirkjaður (er skáletraður núna) og fara í „Breyta“ íkonið sem er lengst til hægri:
  4. Þar inni geturðu breytt slóðarheiti, sem þýðir að allt efni sem er undir þessum hluta vefjarnis verður óaðgengilegt í Google:
  5. Gott er einnig að merkja við "noindex", sem þýðir að sitemap.xml skráin á vefnum (sem leitarvélar lesa) gefur skýr fyrirmæli um að þessi hluti vefjarins eigi ekki lengur erindi í leitarvélar: