Þegar þú þarft að afvirkja hluta vefjarins, til dæmis allar jólavörurnar eða annað sem er árstíðarbundið þarf að huga að því að sá hluti sé ekki „óvart“ sýnilegur áfram í Google.
Til að taka út hluta vefjarins úr leitarvélum er einfaldast að fylgja eftirfarandi skrefum:
- Afvirkja þennan hluta í valmyndinni, nóg er að fara í „efsta hlutann“ þ.e.a.s. yfirflokkinn í valmyndinni, til dæmis „Jólavörur“.
- Næsta skref er að sannreyna að viðeigandi hluti sé ekki lengur sýnilegur í valmyndinni, það gerirðu með því að skrá þig út úr Moya og skoða vefinn (eða skoða hann í öðrum vafra/annarri tölvu).
- Þriðja skrefið er að opna veftréð, finna viðeigandi tengil sem var afvirkjaður (er skáletraður núna) og fara í „Breyta“ íkonið sem er lengst til hægri:
- Þar inni geturðu breytt slóðarheiti, sem þýðir að allt efni sem er undir þessum hluta vefjarnis verður óaðgengilegt í Google:
- Gott er einnig að merkja við "noindex", sem þýðir að sitemap.xml skráin á vefnum (sem leitarvélar lesa) gefur skýr fyrirmæli um að þessi hluti vefjarins eigi ekki lengur erindi í leitarvélar: