1. Leiðbeiningar og aðstoð
  2. Unnið með myndir í Moya

Hliðrun myndar og alt-texti

Passaðu upp á hliðrun, stærð mynda og viðeigandi lýsigögn fyrir þá sem ekki sjá myndina.

Við mælum sterklega með að valið sé align-right eða align-left ef hliðra á myndinni. Einnig þarf að huga að því í hvaða stærð myndin er, því ef hún er of stór má minnka hana í skráarkerfinu svo hún passi betur á síðuna. Við mælum ekki með að stærð myndarinnar sé breytt með því að breyta breidd/hæð gildunum hér, heldur ætti að velja “Endurvinna myndastærð” í skráarsafninu.

Til að tryggja gott aðgengi er rituð stutt lýsing á myndinni sem birtist t.a.m. í skjálesurum og þeim sem hafa slökkt á birtingu mynda, myndatitill er meira eins og myndatexti og ekki eins mikilvægur.

Hliðrun myndar og alt-texti