Til að tengja gildi við eiginleika, til dæmis efni sem fötin geta verið úr eða stærðir á skóm, er farið í lista af eiginleikum og valið „Gildi“ úr pílunni hægra megin.
Smellt er á „Bæta við gildi“ til að stofna nýtt gildi, en það má svo tengja við vöru eða afbrigði vöru.
Heppilegast að láta röðun hlaupa á tugum, svo auðveldara sé að breyta síðar (10, 20, 30, frekar en 1, 2, 3).
Gildi er líka hægt að bæta við innan úr vöru (sjá í viðeigandi grein).