1. Leiðbeiningar og aðstoð
  2. Unnið með myndir í Moya

Fréttamyndir - aðalmynd fréttar

Fréttamyndin vistast ekki í skráarsafnið og hún klippist til sjálfkrafa.

Nokkrar af einingum hafa eina aðalmynd fyrir tiltekið efni sem er búið til.

Myndin er klippt til sjálfkrafa (úr miðju) til að samræmt útlit haldi sér.

Myndin er sett inn í „Mynd“ flipann þegar ný færsla er búin til eða henni breytt. Í uppsetningu hvers vefsvæðis eru skilgreindar þær stærðir sem eiga við útlitið, þannig getur verið mynd í hlutföllunum 1:1 (kubbur) á forsíðu, 4:3 (landscape) á yfirlitssíðu og 16:9 (landscape) þegar komið er inn í fréttina.

Slíkar myndir fara hvorki inn í skráasafn né myndasafn.

Góð ráð vegna myndar við fréttir:

  • Ekki hafa logo, teiknuð atriði eða texta í þessum myndum því það kemur mjög ankannalega út þegar kerfið klippir myndina sjálfkrafa til, t.d. í hlutföllin 1:1 (kubbur).
  • Passa að hala ekki upp of lítilli mynd.
  • Geyma upprunlega mynd á Dropbox eða á sameiginlegu drifi (fyrir utan Moya) til að nýta síðar.
  • Setja má inn fleiri myndir við fréttina í efnissvæðið (sjá hér fyrir neðan) eða tengja myndaalbúm úr myndasafni við frétt.