Stofna má nýjan flokk í „Efni“ einingunni og bæta í veftré, þá birtast allar færslur flokksins sjálfkrafa á vefnum.
Til að stofna nýjan flokk er einingin fyrst opnuð í Moya með því að velja Efni undir Fleiri einingar eins og hér er sýnt.
Smellt er á Flokkar hægra megin, þegar þangað er komið er valið Bæta við.
Eftir að flokknum hefur verið bætt við með viðeigandi reitum birtist flokkurinn í listanum. Taktu eftir því ID sem þar er úthlutað (sjálfkrafa), tökum dæmi af gönguleiðum sem hafa ID 8:
Næst er farið í veftré og valið að bæta þar við nýjum tengli:
Fyrst er valin eining og staður í veftré eins og vanalega:
Því næst farið í Stillingar fliplann og ID flokksins (í þessu tilviki 8) skrifað í stillibreytur. Svo er vistað.