Endurvísun (forward / redirect) er hægt að stilla með fljótvirkum hætti úr veftrénu, þannig getur úrelt slóð vísað á réttan stað.
Opnið veftréð og veljið „Bæta við“ í aðgerðarstikunni.
Ritið inn slóðina sem ekki lengur virkar (skilar villu) í „Gömul slóð“, athugið að ef verið er að útbúa stuttslóð (shortcut) þá er sú slóð rituð í þennan reit.
⚠️ ATH: „Gömul slóð“ byrjar alltaf á skástriki.
Veljið síðuna sem á að vísa á úr veftrénu í „Ný slóð“.
Við vistun tekur endurvísunin strax gildi.
Ekki er hægt að breyta endurvísun sem hefur verið virkjuð, heldur þarf að eyða eldri endurvísun út og stofna nýja ef þarf að breyta, einnig er hægt að afvirkja endurvísun.