Nú er hægt að merkja eiginleika á vörunni sjálfri. Þetta á við um þá eiginleika sem ekki eiga að tengjast afbrigðum.
Þetta þýðir að stærðir eru eiginleikar sem tengdir eru inn í afbrigði (yfirleitt), en hvort varan er úr bómull eða pólýester er ekki eitthvað sem viðskiptavinur getur valið við vöruna (ólíkt stærðum).
Í filter er hægt að birta jafnt eiginleika sem tengjast afbrigðum (eins og stærð) og eiginleikum sem ekki eru valkvæmir við vöruna (eins og úr hverju hún er).
Ef varan á afbrigði er fyrst smellt á Afbrigði og smellt á Eiginleika þar undir.