Að stofna endurvísun
Endurvísanir eru gagnlegar þegar er verið að sameina margar undirsíður yfir í eina eða þegar verið er að setja upp nýjan vef.
Áður en þú stofnar endurvísun ráðleggjum við þér að fjarlægja gömlu síðurnar af vefnum þínum. Ef gamla síðan eða vefslóðin er enn til staðar mun vefslóðartilvísunin ekki virka eins og til er ætlast.
Til að setja upp tilvísanir:
- Í hliðarvalmyndinu smellirðu á SEO & Stillingar og velur URL Redirect.
- Smelltu á Add New Redirect.
- Sláðu inn upprunalegu slóðina í Source URL sem á að vísa frá.
- Aðeins er nauðsynlegt að skrifa eftir fyrsta skástrikið frekar en alla slóðina. Til dæmis slóðin www.stefna.com/verkefni dugar að skrifa "verkefni".
- Ef þörf krefur skaltu nota algildisstafi (*) og breytur ({}) eins og {frettir} fyrir skilvirka tilvísun yfir margar síður. Sjá kaflann í þessari grein, Hugtök fyrir frekari upplýsingar.
- Veldu áfangastað
- Destination page - Veldu síðu innan vefsins þinn
- Destination - Custom URL - Sláðu inn ytri vefslóð. Á einnig við þegar á að nota akkeri (setja þarf alla vefslóðina í reitinn, til dæmis www.lén.com/#um-okkur.
- Ef þú notaðir breytu í reitnum Source URL skaltu nota sömu breytu í þessum reit líka. Breytan verður að vera stafsett á sama hátt í báðum reitum.
Tegundir endurvísunar:
- 301 tilvísun. Fært varanlega (algengasta).
- 302 tilvísun. Fært tímabundið.